MIÐBÆR FASTEIGNASALA KYNNIR:Vel skipulagt og glæsilegt 107,9 fm. fjögurra herbergja raðhús með þrjú svefnherbergi, opið alrými sem telur eldhús, stofu og borðstofu. Þvotthús, baðherbergi og geymsla. Sérinngangur. Gólfhiti með hitastillum í hverju rými. Loftræsing með sjálfstæðu loftskiptikerfi. Húsið er timburhús,báruklætt en brotið upp með standandi timburklæðningu. Útihurðar og gluggar eru svartir ál/tré Sorptunnugeymsla fyrir fjórar tunnur.
Anddyri er með flísum á gólfi og fataskáp. Frá anddyri er komið inn í alrými með parket á gólfi.
Opið alrými inniheldur
stofu, borðstofu og eldhús. Eldhús með ljósri tvílitri innréttingu frá WOKÉ III. Gott vinnupláss. Spanhelluborð með innbyggðum háf, bökunarofn í vinnuhæð. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með fataskápum og parketi á gólfi.
Herbergi II er einnig mjög rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Herbergi II er einnig mjög rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergi með er með "walk inn" sturtu, sturtugleri ásamt handklæðaofni. Upphengt salerni og baðinnrétting með skúffum og handlaug. Flísar á gólfi og veggir að hluta til flísalagðir.
Þvottahús með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi.
Frá anddyri er innangengt inn í rúmgóðan
bílskúr með rafdrifin hurð með gönguhurð.
Lóðin er fullbúin, hellulagt bílaplan með hitalögnum og baklóðin er tyrfð.
Gólfhiti er í öllum rýmum, með fullfrágengnum gólfhitakistum og uppsettum hitastillum (thermostötum) fyrir hvert íverurými, frá Danfoss.
Íbúðirnar eru
loftræstar með sjálfstæðu loftskiptakerfi frá norska framleiðandanum Flexit. Kerfið blæs fersku lofti inn í íverurými og dregur loft út frá baðherbergjum, þvottahúsi og eldhúsi. Varmi úr útsogi er endurheimtur með varmaendurvinnslu og fluttur yfir í innblásið ferskt loft, án þess að loftið blandist.
Afhending 1. maí 2026.Nánari upplýsingar veita Kristbjörn Sigurðsson Lgf s. 6923000 email [email protected] og Sigfús Aðalsteinsson Lgf, s. 898-9979 eða email [email protected].Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar, almennt á bilinu kr. 50.000 - 75.000. Nánar um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu kr. 89.900
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.