Reisulegt og fallegt tveggja hæða íbúðarhús á besta stað í Ólafsvík 155,1 fm auk bílskúrs sem er 28,9 fm alls 184 fm. Íbúðin er 6 herbergja á tveimur hæðum og neðri hæðin er 90,2 fm en sú efri 64,9 fm.
Gengið er upp tröppur í íbúðina og komið inn á forstofu þar sem er bæði wc og geymsla. Úr forstofu er gengið inn á rúmgott hol og þaðan í eldhús sem er með ágætri innréttingu og tækjum. Á eldhúsi og holi eru flísar. Úr holi er einnig gengið inn í rúmgóða stofu og sjónvarpsherbergi er til vinstri og einnig er hægt að ganga í það úr forstofu.
Úr holi er gengið upp stiga á efri hæðina. Þar uppi eru fjögur herbergi og einnig baðherbergi með flísum á gólfi og þá er rúmgott hol. Búið er að útbúa þvottahús á baðherberginu. Hol og herbergi eru með parketi á gólfi og góðum skápum. Úr einu herberginu á efri hæð er gengið út á svalir og þar blasir við fótboltavöllurinn í Ólafsvík. Einnig er gengið út á svalir úr stofu á báðum hæðum. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús með neðri hæðinni og þar eru einnig geymslur sem tilheyra efri hæðini. Húsið er klætt með steny á suður og hluta vesturhliðar og bílaplan er ómalbikað. Stofan var parketlögð á þessu ári og hluti rafmagns verulega endurnýjað í húsinu samkvæmt seljanda. Þá eru ofnalagnir nýlegar í stofu og einnig ofnar. Húsið var allt tekið í gegn að utan og sprungur lagfærðar 2023. Bæjartún 7 er á góðum stað í Ólafsvík, rétt við grunnskólan, sundlaugina, íþróttahúsið, fótboltavöllinn, bókasafnið, kirkjuna og verslunina.
ATH: í SNÆFELLSBÆ ERU MJÖG GÓÐIR LEIK OG GRUNNSKÓLAR SEM OG ÖFLUGT íÞRÓTTALÍF. ÞÁ ER 20 MÍN AKSTUR Í FJÖLBRAUTARSKÓLA SNÆFELLSNESS Í GRUNDARFIRÐI