Miðbær fasteignasala kynnir eignina Sunnubraut 46 í Kópavogi.Glæsilegt hús sem stendur hátt á hornlóð.
Nánari lýsing : Komið inn í anddyri, gólfhiti er í eigninni.
Svefnherbergi, alrými þar sem áður voru þrjú svefnherbergi, skrifstofa, geymslur, forstofuskápar, baðherbergi og innangangur í bílskúrinn.
Gengið er upp stiga á efri hæð. Rúmgóðar stofur, arinn og stórar svalir. Glæsilegt útsýni yfir voginn er frá efri hæðinni. Bulthaup eldhúsinnrétting með Gaggenau og Sub - Zero tækjum. Mikið skápapláss. Þvottahús og gestasnyrting. Útgengi út í bakgarð og upp á verönd. Sér hjónasvíta með baðherbergi og fataskápum.
Gólfefni : svartur náttúrusteinn / sandsteinn / gegnheilt niðurlímt eikarparket / ljósgrátt terrazzo
Húsinu er vel við haldið og er með rúmgóðum garði. Stæði fyrir nokkra bíla og upphitað plan. Mikið er um góðar göngu- og hlaupaleiðir um Kársnesið.
Húsið stallast innbyrðist og þannig afmarkast eldhús, borðstofa og þvottahús átakalaust. Í anda þess tíma sem húsið var byggt voru mörg svefnherbergi á fyrstu hæð hússins en núverandi eigendur hafa fækkað þeim og búið til stærra alrými. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu en karakter og tíðarandi hússins ávallt verið í heiðri hafður.
Guðmundur Þór Pálsson sem teiknaði húsið var atkvæðamikill arkitekt á sjöunda áratugnum og eftir hann liggja margar opinberar byggingar ásamt nokkrum einstökum einbýlishúsum eins og Sunnubraut 46. Svipsterkt hús sem ber merki modernismans. Einkennandi fyrir Guðmund má t.d. nefna háa skjólveggi, ramma utan um glugga og úthugsað birtuflæði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Miðbær fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR. Pantið skoðun í síma 692-3000 | [email protected]