Reykjastræti 7 , Austurhöfn íbúð á 4 hæð ásamt stæði í bílageymslu, glæsilega innréttuð íbúð.
Tveggja herbergja glæsileg íbúð ástamt stæði í bílageymslu.Mjög björt horníbúð á 4. hæð með stórum gluggum á tvo vegu. Heillandi útsýni að Hörpu. Opið eldhús og stór stofa með útgengi á 4,5 fm austursvalir . Svefnherbergi með fataherbergi innaf og rúmgott baðherbergi með þvottaaðstöðu Sérmerkt stæði nr 83 í bílageymslu. Fjölbreytt þjónusta í boði frá Reykjavík Edition hótelinu gegn gjaldi.
Austurhöfn er glæsileg bygging með metnaðarfullri hönnun á einstökum reit við Reykjavíkurhöfn. Í engu er til sparað, hvort sem litið er til innréttinga, tækja, þjónustu eða frágangs innan sem utan. Skjólgóður garður er rammaður inn af byggingunni. Áhersla er lögð á bjartar og fallegar íbúðir með stóra gólfsíða glugga á völdum stöðum. Með íbúðum við Austurhöfn hafa ný viðmið verið sett í gæðum.
Íbúðin er skráð 89,1 fm og því til viðbótar er 14,8 fm geymsla.Laust strax.
NÁNARI UPPLÝSINGAR.Pantið skoðun, Kristbjörn Sigurðsson lgf í síma 692-3000 | [email protected]