Afar glæsileg mikið endurnýjuð 2ja herbergja íbúð með sérinngangi á 1. hæð við Laufásveg 6 í miðbæ Reykjavíkur. Spennandi eign í hjarta Reykjavíkur með sólríkum svölum við Mæðragarðinn á LækjargötuNánari lýsing:
Andyri, flísalagt, fataskápur.
Stofa; Rúmgóð stofa, ljóst parket á gólfi, innfeld lýsing í lofti.
Eldhús; glæsilega sérhannað eldhús með nýlegri innréttingu, svartar flísar á gólfi, útgengt á rúmgóðar svalir með glæsilegu útsýni yfir tjörnina.
Rúmgott baðherbergi, flísalagt hólf í gólf, sturtuklefi.
Hjónaherbergi,parket á gólfi, fataskápur. Innfeld lýsing er í öllum loftum.
Húsið var allt endurnýjað árið 2005, raflagnir, hitalagnir og gluggar og gler fl. Búið er að endurnýja innréttingu í eldhúsi, baðherbergið endurnýjað og gólfefni endurnýjuð.Rúmgóðar svalir útsýni yfir Mæðragarðinn á Lækjargötu og á tjörnina og mannlífið í miðbæ Reykjavíkur.
Íbúðin er einstaklega skemmtileg og staðsetningin er einstök þar sem glittir í tjörnina úr íbúðinni. Nánari upplýsingar veitir Kristbjörn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali, í síma 692-3000, tölvupóstur [email protected]Miðbær fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002.
Vill Miðbær fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.