Grenimelur 17, 2ja herbergja íbúð. Vel staðsetta tveggja herbergja jarðhæð með sérinngangi á góðum stað í vesturbænum.
Mjög stutt er í skóla, þjónustu, verslanir s.s. Kaffihús Vesturbæjar, Melabúðina, Hagavagninn, Vesturbæjarís og Sundlaug Vesturbæjar, miðbæinn og útivistarsvæði.
Lýsing eignar:
Komið er inn í íbúð um sérinngang vestan megin við húseign.
Forstofa flísalögð.
Stofa er einkar rúmgóð parketlögð og með glugga er snýr í suður að garði.
Hjónaherbergi er rúmgott parketlagt og með innbyggðum skápum. Gluggi snýr í suður að garði.
Eldhús, parket á gólfi, eldhúsinnrétting endurnýjuð, viðarborð, neðri skúffur og efri skápur. Gluggi í eldhúsi snýr í suður.
Baðherbergi endurnýjað, epoxi gólf og flísar að hluta, sturta.
Geymsla sér á geymslugangi.Sameiginlegt rúmgott þvottahús. Sameiginlegur garður.
Skólplagnir endurnýjað 2004
Hús múrviðgert og steinað 2004
Útidyrahurð endurnýjuð 2017
Tvöfalt gler ísett í glugga íbúðar 2017
Lagnir í kjallaríbúð endurnýjaðar 2017
Endurnýjun á rafmagnslagnir í íbúð 2017.
Verslun, Vesturbæjarlaug, skólar, háskólar og leikskólar í göngufæri og stutt niður í miðbæ og að Ægissíðu.
Allar upplýsingar á e-maili [email protected] S. 692-3000 Kristbjörn Sigurðsson lgfSkoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Miðbær fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.