Miðbær fasteignasala kynnir stórglæsilegt heilsárshús að Skálabrekkugötu 12, Þingvöllum. Eignin stendur á 8600 m2 eignalóð og er stærð hússins 139.9 m2. Þá er samþykktur "geymsluskúr" að stærð 25.7 m2 á lóðinni. Ekkert hefur verið til sparað til að gera upplifunina sem mesta í sveitarómantíkinni.
Húsið er að segja má tvískipt því stofa og eldhús eru í miðjunni en hjónaherbergi ásamt baðherbergi er í annan endann en hinum megin eru tvö herbergi og baðherbergi.
Glæsilegar rennihurðir eru í stofu sem snýr í suður.
Flísar og tæki frá Ebson, innrétting frá HTH. Borðplötur eru Granít. Húsið er klætt að utan með "brenndri" klæðningu sem gefur því sérstakt útlit.
Eftir er að ganga frá lóðinni umhverfis húsið.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigfús Aðalsteinsson Löggildur fasteignasali, í síma 898-9979, tölvupóstur [email protected].Miðbær fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002.Vill Miðbær fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar, almennt á bilinu kr. 50.000 - 75.000. Nánar um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu kr. 74.400.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.