T
il sölu rekstur með kaffihús og verslun
Iða - zimsen Vesturgata 2a 101 R Iða zimsen er vinsælt kaffihús, umhverfið hlýlegt og þægilegt. Innréttingar og lýsing gera Iðu að heimili að heiman. Fallegar bókahillur gera umhverfið nærandi og gefandi. Þetta sögufræga Zimsen hús bráðum 200 ára gamalt er fullkomin umgjörð utan um rekstur sem þennan. Vínveitingaleyfi er í flokki II og er veitingarleyfi í dag fyrir opnun til kl. 22:00 á kvöldin. Frábær útiaðstaða í góðu skjóli fyrir framan húsið. Staðsetningin hefur mikla möguleika á aukinni veltu þar sem gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í nærumhverfinu. Húsnæðið er rúmlega 200 fm og mikið lagt upp úr einstaklega fallegum innréttingum og það er vel tækjum búið.
Allar frekari upplýsingar og kynningarefni á skrifstofu Miðbæjar fasteignasölu, hjá Kristbirni Sigurðsyni löggiltum fasteignasala s. 6923000 [email protected]