Frábærlega vel staðsett Parhús í Úlfarsárdal. Virkilega glæsilegt, vandað og vel skipulagt 194,9 fermetra parhús á tveimur hæðum. Íbúðarhluti hússins er 170,2 fermetrar og bílskúrinn 24,7 fermetrar.
Efri hæð; Gengið er inn í rúmgóða forstofu með stórum fataskáp, flísar á gólfi. Úr forstofunni er innangengt í bílskúrinn. Gestasnyrting er á gangi inn af forstofunni, þar er upphengt salerni og sturta, flísar á gólfi og veggjum frá Agli Árnassyni, innrétting frá KVIK Rafha svört eik. Báðar sturturnar í húsinu eru extra háar og með kraftmiklum innbyggðum blöndunartækjum frá Hansa.
Á hæðinni er stórt alrými sem tengja saman stofu, borðstofu og eldhús. Gegnheilt eikarparket á gólfum í stofu, eldhúsi og borðstofu frá Agli Árnasyni.
Eldhúsið er með fallegri hvítlakkaðri innréttingu frá KVIK Rafha, innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur. Öll eldhústækin eru frá Siemens. Borðplata í eldhúsi er quarts steinn frá Granítsmiðjunni, Nobel perlato luna. Í eldhúsi er svartur granítvaskur vönduð blöndunartæki með útdaganlegum krana frá Shock, vaskur og blöndunartæki frá Eirvík. Helluborð 80cm niðurfellt í borðplötu. Skápapláss og vinnuaðstaða góð. Allar hurðar í húsinu eru frá Birgisson. Úr stofunni er útgengt út á rúmgóðar suðursvalir með glerhandriði. Stórir gólfsíðirgluggar og afar glæsilegt útsýnið yfir náttúru, íþróttasvæði og skóla.
Á milli hæða er steyptur stigi, teppi á gólfi. Stál stigahandrið.
Neðri hæð; Á neðri hæðinni eru fjögur svefnherbergi, þrjú barnaherbergi og hjónaherbergi með fataherbergi. Fataskápur í öllum barnaherbergjunum hvítlakkaðir skápar/skúffur frá Kvik. Baðherbergið er með baðkari og walk in sturtu, fallegri svartri eikar/spegla innréttingu frá KVIK og upphengdu salerni, borðplata og vaskur á baðinu er hvítur quarts steinn frá Rein. Flísar á gólfi og veggjum á baðherbergi frá Agli Árnasyni. Undir stiga er skrifstofuaðstaða. Gott þvottaherbergi, með borðplötu og vask, ásamt handklæðaofni í þvottahúsi. Gegnheilt eikarparket á gólfi í herbergjum og flísar á gangi. Hiti í gólfum. Á jarðhæðinni er útgengt út á skjólgóðan pall ca 100 fm sem snýr í suður með heitum og köldum pottum frá Normex. Steypt bílaplan með snjóbræðslu ásamt gangstétt fyrir framan bílaplan.
Í húsinu eru sérsniðnar Luxaflex gardínur sem eru einangrandi/hita-og kuldatemprandi og verja fyrir upplitun sólar.
Húsið er einangrað að utan og klætt með svörtu bárujárni og Lerki, er því viðhaldslítið
Húsið er afar vel staðsett í hverfinu aðeins nokkurra mínútna ganga í leikskóla, grunnskóla, bókasafn og sundlaug. Á næstunni mun opna búð hér í hverfinu og veitingastaður og önnur þjónusta. Stutt að fara út í náttúruna. Svalir og garður snýr til suðurs. Sólríkar svalir og pallur þar sem engine hús skyggja á. Virkilega vandað hús..
Fasteignamat fyrir 2024 verður 120.500.000 og brunabótamat fyrir 2024 verður 120.330.000.
SKIPTI MÖGULEG Á MINNI EIGN Í 113
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Miðbær fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Miðbær fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.