Nýjar og glæsilegar íbúðir að Starmýri 2 108 Reykjavík. Um er að ræða fjölbreyttar 2ja - 5 herbergja íbúðir í stórglæsileguu lyftuhúsi . Svalir eða sérafnotaflötur fylgir öllum íbúðum ásamt séreignageymslu í kjallara. Húsið er steinsteypt og útveggir einangraðir að utan, klæddir með Equitone-klæðningu sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Gluggar eru ál/tré kerfi og glerjaðir með K-gleri. Innveggir aðrir en steyptir eru gipsklæddir. Sérsmíðaðar innréttignar frá Voke3 ásamt kvartstein í borðplötum.
Vefslóð á upplýsingar um eignina: http://starmyri2.is
Íbúð 302: Er 111,3 m2 glæsileg 3ja herbergja íbúð á 3. hæð ásamt svölum í suður, útgengt úr stofu. Afhending er áætluð í lok maí l 2023 en þó með fyrirvara um að öryggisúttekt sé komin á húsið.Nánari lýsing: Íbúðin skiptist í forstofu með rúmgóðum forstofuskáp, baðherbergi með Voke3 innréttingu, upphengdu salerni, handklæðaofn og "walk inn" sturtu, eldhús með fallegri Voke innréttingu ásamt öllum tækjum, þar með talið innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Eldhúsið tengist stofu og borðsstofu þar sem er útgengt á rúmgóðar svalir, 2 svefnherbergi er í íbúðinni, rúmgóð og bæði með skápum.
Geymsla er kjallara. Eldhústæki: Íbúðunum fylgja vönduð eldhústæki frá AEG. Þau eru: span helluborð, innbyggður kæliskápur, innbyggð uppþvottavél, blástursofni og viftu eða lofthengdum eyjuháfi þar sem það á við annars viftu. Innrétting frá Voke3, sérsmíði..
Hreinlætistæki: Salerni er vegghengt. Walk inn sturtur eru með flísalagðar og með hertu sturtugleri. Blöndunartæki eru hitastýrð og einnar handar. Þvottahús eru ýmist á baðherbergjum eða sér. Voke3 innréttingar, sérsmíði.
B
aðherbergis- og þvottahúsgólf eru flísalögð auk þess eru 2 til 3 veggir baðherbergja flísalagðir en aðrir veggir málaðir
Innréttingar eru sésmíðaðar frá Voke3 í gráum lit og borðplötur eru
KvartssteinnSeljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis-, tæknilegar- og útlits breytingar meðan á byggingaframkvæmd stendur.
Auglýsingaefni og 3D teikningar eru eingöngu til hliðsjónar. Komi upp misræmi eru samþykktar teikningar hönnuða gildandi. Almennt miðast skil hússins við vandaðan frágang og viðurkennd skil á nýju íbúðarhúsnæði.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald sem nemur 0,3% af brunabótamati þegar það er lagt á.
Heimild seljanda til að breyta eignaskiptasamning sé þess þörf án þess þó að rýra eignarrétt kaupanda. Innréttingateikningar eru þær sem gilda ef misræmi er milli arkitektateikninga og innréttingateikninga.
Eignin að Starmýri 2 er byggð á grunni verslunar sem stóð á lóðinni. Kjallari var endurbyggður en allar íbúðrahæðir eru nýjar.
Starmýri 2 er frábærlega staðsett, Álftamýraskóli er í bakgarðinum, 5 mínútna ganga er á leikskólann Álftaborg, Verslunarmiðstöðin Kringlan er í göngufæri og örstutt í miðbæinn. Íþróttasvæði Víkings er í svotil við húsdyrnar.Upplýsingar: MIðbær fasteignasala í síma 5883300 email [email protected] eða Kristbjörn lgf. email [email protected]Miðbær fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002.Vill Miðbær fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar, almennt á bilinu kr. 50.000 - 75.000. Nánar um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu kr. 74.400.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.