Miðbær fasteignasala kynnir í einkasölu:
Fallega 136,6 m , 5 herbergja neðri sérhæð við Hlíðarveg á Ólafsfirði.
Góð staðsetning og fallegt útsýni.Lýsing:Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu í alrými, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottahús. Forstofa er með flísum á gólfi og gólfhita.
Eldhús, ljós plastlögð innrétting með góðu skápa- og bekkjarplássi og dökkt plastparket á gólfi. Búið er að endurnýja glugga.
Stofa og borðstofa eru í alrými sem er með dökku parketi á gólfi og stórum suður glugga.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með parketi á gólfi og tvö með fataskápum. Úr einu af barnaherbergjunum er hurð út til suðurs á timbur verönd.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, nýlegri viðar innréttingu, wc, walk-in sturtu og opnanlegum glugga.
Þvottaherbergi nýleg dökk innrétting og nýlegar gráar flísar á gólfum. Hiti er í gólfi.
Geymsla er inn af þvottahúsi, þar er lakkað gólf, hillur og gluggi.
Gólfefni: Parket og flísar.
Endunýjað
- Skipt um vatnslagnir í íbúðinni árið 2010
- Árið 2014 var settur nýr pappi á þakið og norðurhlið klædd.
- Nýlegir gluggar eru í eldhúsi, stofu, baðherbergi og einu svefnherbergi.
- Góður og skjólsæll sólpallur til suðurs og vesturs. svefnherbergi.
- Ljósleiðari er tilbúin til notkunar.Fyrirhugaðar framkvæmdir- Bæta við dren
- Endurnýja útihurð og svalahurð
- Rætt hefur verið um að klæða húsið að utan en ekki ákveðið.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hörður Sverrisson, lgf í s 899-5209 og á midbaer.is