Miðbær fasteignasala kynnir: Hjallavegur 8, 104 Reykjavík, 3ja íbúða eign, jarðhæð 2ja herberja íbúð, 3ja herbergja íbúð á miðhæð /ris og studioibúð í bílskúr.
Eignin er samtals 198,1 fm, þar af 40 fm sérstæður bílskúr sem hefur verið innréttaður sem íbúð.
Vel staðsett eign miðsvæðis á rólegum stað í næsta nágrenni við Laugardalinn.
Nánari lýsing:Jarðhæð : alls 54,5 fm.
Forstofa er rúmgóð með fataskáp. Eldhús, borð- og setustofa eru í opnu rými. Snyrtilegt baðherbergi með sturtu. Tvö svefnherbergi og geymsla. Sér inngangur.
Hæð og ris: alls 103,3 fm.
Komið er inn í flísalagða forstofu, þaðan sem gengið er inn í opið bjart alrými sem tengir saman eldhús, borð- og setustofu. Lítið fataherbergi er innaf forstofunni. Gengið er upp á rishæð frá stofu þar sem eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi með baðkari og sturtuhaus. Geymsluloft er yfir hluta af íbúðinni sem er ekki inn í fermetratölu. Snyrtilegt þvottaherbergi er á jarðhæð með útgengi í bakgarð. Sér inngangur. Sér þvottahús í kjallara fyrir hæðina. Geymsla er á háalofti og miðhæðinni.
Bílskúr/ íbúð: alls 40,3 fm. (skráð sem vinnuskúr).
Íbúðin er standsett með vönduðum frágangi. Eldhúskrókur, stofa og svefnherbergi er í opnu rými. Baðherbergi með flísalögðum sturtuklefa,innréttingu og glugga.
Fasteignin hefur að sögn eiganda fengið gott viðhald.
Raflagnir og vatnslagnir hafa verið endurnýjaðar sem og drenlögn. Fyrir framan húsið er nýlega hellulagt plan sem einungis á eftir að tengja hita í.
Staðsetning og nærumhverfi:Eignin er staðsett á vinsælum fjölskylduvænum stað skammt frá Laugardalnum og í göngufæri frá miðbænum. Stutt er í alla helstu þjónustu skóla, leikskóla og stofnbrautir.
Góð aðkoma er að húsinu. Húsið var allt tekið í gegn að utan fyrir nokkrum árum, að sögn seljanda var eignin töluverð endurnýjuð.
Kristbjörn Sigurðsson löggiltur fasteignasali sími 6923000 [email protected]Miðbær fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002.
Vill Miðbær fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.