Miðbær fasteignasala kynnir 2ja herbergja íbúð, 0302, í endurbyggðu lyftuhúsi við Strandgötu í Hafnarfirði.
Íbúðin er falleg og vel skipulögð á 3. hæð til suðurs.
Laus við kaupsamning ! Nánari lýsing: Eignin skiptist í hol, svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi auk geymslu í kjallara.
Svefnherbergi parketlagt og hvítir rúmgóðir skápar.
Stofan er parketlögð og útgengi á suðursvalir.
Eldhús með hvítri innréttingu, kvartstein í borðplötu, ofn, keramic helluborði og innbyggðri uppþvottavél.
Baðherbergi er flísalagt að hluta með hvítum fallegum flísum á veggjum en gólf með svörtu mosaik.Sér geymsla er í sameign og sameiginlegt þvottahús þar sem hver er með sína vél.
Stórar sameiginlegar svalir eru á þaki þar sem inngangur er fyrir íbúðir á 4 hæð hússins.
Gólfefni er grábæsað eikarparket,
Dyrasímakerfi með myndavél bog mjög snyrtileg sameign.
Innréttingar eru frá HTH innréttingum hvítt háglans.
Sameiginlegt þvotttahús í kjallara.
..
Allar nánari upplýsingar veitir Sigfús í síma 8989979 eða email [email protected]Miðbær fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002.
Vill Miðbær fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar, almennt á bilinu kr. 50.000 - 75.000. Nánar um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu kr. 74.400.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.